Skip to main content

Hvað veldur æðamynduninni?

Margir þættir eru taldir geta valdið áberandi æðamyndun á ganglimum, ekki síst miklar stöður, barnsburður og ættgengi. Áberandi yfirborðsæðar og/eða æðahnútar eru álitnir vera til staðar hjá gróflega um 1/3 fullorðinna kvenna og um 15% karla í Bandaríkjunum. Þótt áberandi æðahnútar geti myndað ljót lýti eru það þó oft yfirborðsæðar sem valda mestu lýtunum. Ástæður þessa eru að þær sjást betur frá yfirborði húðarinnar en æðahnútar, þær eru yfirleitt dekkri en æðahnútarnir því blóðið í þeim sést betur frá yfirborðinu og þær mynda oft mjög fjölskrúðug ljót net æða af mismunandi stærð á ganglimum fólks.

Hvað er til ráða?

Æðahnútar kalla oft á skurðaðgerðir en gegn yfirborðsæðum er gjarnan beitt eftirfarandi meðferðum:

A. Lasermeðferð gegn æðum

Sjá myndir og myndskeið á netslóðinni.

B. Meðferð með efnum

Lasermeðferð hér að ofan er öruggust til að eyða sýnilegum æðum á ganglimum sem ekki eru æðahnútar og hefur leyst af hólmi meðferð með efnum sem er eldri aðferð sem er þó beitt í undantekningartilfellum.

Þó meðferðin sé sársaukalítil þá hefst hún með því að húðin er deyfð með deyfilyfi sem gefið er með kremi sem haldið er í snertingu við húðina með sérstökum umbúðum í u.þ.b. 2 klst. Tryggir deyfingin sársaukalausa meðferð. Óþarfi er að vistast hjá okkur á meðan á deyfingu stendur. Margs konar efni hafa verið gefin í æðar i gegnum tíðina til að eyða þeim. Meta þarf í hverju tilfelli hvaða efni sé best. Algengast er að notað sé deyfilyfið polidocanol (hydroxypolyethoxydodecane) en það er trúlega algengasta efnið sem notað er til að eyða æðum á ganglimum í Evrópu. Polidocanol lyfið er mjög öruggt og sársaukalaust er því er sprautað í æðar.

2 vandamál eru tengd meðferð með efnum. Annað er að litlar æðar sem tengjast ekki stærri sýnilegum æðum verða eftir og einnig kann meðferðin örsjaldan að skilja eftir brúnleitan blæ sem getur verið varanlegur í kringum æðarnar. Þessi vandamál eru ekki til staðar við lasermeðferðir.

Meðferðin fer fram sem hér segir:

Mynd 1: Meðferð með efnum.
A: Æðar fyrir meðferð. B: Nál komið fyrir í æð tengdum æðaklasa eftir kremdeyfingu.
mynd-1a mynd-1b
C: Efni sprautað í æðaklasann en við það hverfa æðarnar tímabundið vegna glæra lits efnisins. D: Blóð flæðir aftur eftir æðaklasanum en þá koma æðarnar oft rauðleitari fram vegna þess hnjasks sem efnið hefur valdið þeim.
mynd-1c mynd-1d
E: Nokkrum vikum eftir meðferðina þegar stór hluti æðanna hefur verið étinn upp af átfrumum. Meðferðin er endurtekin nokkrum sinnum þar til æskilegur árangur næst.  
mynd-1e  

C. Meðferð með efnum og laser

Í völdum tilfellum er beitt bæði laser og efnum. Er þá oft stærstu æðunum fyrst eytt með efnum og laser síðan tekinn í framhaldinu á smærri æðarnar.

Sjá einnig greinar:

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

    * þýðir að þú þarft að fylla út