Um okkur

Öll starfsemi fyrir utan tannlækningar

Staðsetning

er að Álftamýri 1-5, sjá kort, 108 Reykjavík, Sími 544 4450, Fax 544 4451. Tímabókanir eru alla virka daga kl. 8:15 – 16:15. Einnig er unnt að senda okkur tölvupóst á timabokun@utlitslaekning.is

Starfsfólk

Bolli Bjarnason dr. med.

Sérmenntun: Húð- og kynsjúkdómalækningar.

Starfssvið: Lýtahúðlækningar, alm. húðlækningar og kynsjúkdómalækningar.

Kennari í húð- og kynsjúkdómum við læknadeild Háskóla Íslands.

Bolli hefur m.a. starfað við lýtahúðlækningar, almennar húðlækningar, barnahúðlækningar, kynsjúkdómalækningar og atvinnuhúðsjúkdómalækningar (húðofnæmi). Starfsvettvangar hafa ýmist verið á sjúkrahúsum, göngudeildum eða læknastofum í Bandaríkjunum, Svíþjóð (Karólínska sjúkrahúsið) og í Danmörku í alls 9 ár. Bolli varði doktorsritgerð sína 1999 við Karolinska Institutet í Stokkhólmi. Ritgerð hans fjallar um lasertækni og ofnæmi og ber titilinn „Laser Doppler Imaging of Patch Tests – A Methodological and Comparative Study with Visual Assessments“.

Bolli hefur tekið þátt í fleiri tugum rannsókna bæði erlendis og hérlendis og hlotið hátt í 100 vísindastyrki eða vísindaverðlaun, m.a. frá Dermatology Foundation (Research Fellowship Award) í Bandaríkjunum. Hann hefur metið tugi vísindaumsókna um styrki frá virtum vísindasjóðum erlendis og á Íslandi.

Bolli hefur ritrínt vísindagreinar fyrir mörg af virtustu húðvísindaritum heims svo sem Journal of Investigative Dermatology og Contact Dermatitis. Hann hefur birt nokkra tugi vísindagreina m.a. í ritrýndum PubMed vísindaritum (Medline). Hann hefur tekið þátt í sjónvarps- og útvarpsviðtölum, sett saman fræðslubæklinga fyrir almenning erlendis og á Íslandi og eftir hann hafa verið birtar tugir greina í íslenskum fréttablöðum og fræðsluritum. Fræðsluefnið á heimasíðunni er samið af Bolla. Hann hefur verið boðinn fyrirlesari víða, haldið erindi á ársþingi Society for Investigative Dermatology í Bandaríkjunum og haldið yfir 100 erindi/ kynningar í flestum heimsálfum heims fyrir lækna, mest í Bandaríkjunum en einnig á Íslandi.

Bolli kenndi við læknadeild Karolinska Institutet og í Bandaríkjunum er hann bjó ytra. Hann hefur handleitt nema í rannsóknanámi og kennt læknanemum húðsjúkdóma við læknadeild Háskóla Íslands eftir að hann flutti til Íslands 2001.

Hann hefur sérfræðiréttindi í húð- og kynsjúkdómum á flestum norðurlandanna og hlaut ótakmarkað lækningaleyfi í því fylki í Bandaríkjunum sem hann bjó í er hann starfaði þar.

Hann hefur hlotið viðurkenningu fyrir viðurkennda framhaldsmenntun frá American Academy of Dermatology (Félag bandarískra húðlækna) og The American Medical Association (Læknafélag Bandaríkjanna).

Hann er meðlimur í tugum læknafélaga eða læknasamtaka erlendis og á Íslandi.

Hann var formaður Félags ísl. húðlækna í mörg ár og var áður gjaldkeri þess félags.

Bolli er stjórnarmaður í Norðurlandaráði húðlækna (Nordic Dermatology Association). Hann situr jafnframt fyrir Íslands hönd í ritstjórn Forum for Nordic Dermatovenerelogy sem er fagrit fyrir húð- og kynsjúkdómalækna á Norðurlöndum. Hann á sæti í orlofsnefnd Læknafélags Íslands.

Aðstoðarfólk

Hópur sérvalins aðstoðarfólks með mikla reynslu aðstoðar Dr. Bolla Bjarnason við lýtahúðlækningar og alm. húðlækningar. Á klíníkinni starfar m.a.:

Helga Ragnarsdóttir

Sérmenntun: Lögg. fótaaðgerðafræðingur.

Starfssvið: Alm. fótaaðgerðafræði.

 

Tannlækningastarfsemin

er að Stigahlíð 45-47, 105 Reykjavík, Sími 533 1155.

Ellen Flosadóttir M.Sc.,Tannlæknir

Sérmenntun: Tann- og munngervalækningar.

Starfssvið: Alm. tannlækningar, tann- og munngervalækningar.

Dósent í tann- og munngervalækningum við tannlæknadeild Háskóla Íslands.
Á klíníkinni starfar:

Bryndís Björnsdóttir, Tanntæknir

Sérmenntun: Tanntæknir.

Starfssvið: Aðstoð við tannlækningar.

CreditInfo veitti Útlitslækningu ehf þann heiður á árinu 2013 að vera valið eitt af rúmlega 358 fyrirmyndarfyrirtækjum Íslands af rúmlega 30 þúsund fyrirtækjum. Útlitslækning ehf hlaut einnig sömu viðurkenningu á árinu 2012 en þá var það eitt 244 fyrirtækja er hlaut þessa viðurkenningu af rúmlega 30 þúsund fyrirtækjum.