Skip to main content
Lýtahúðlækningar

Peel

Eftir október 15, 2012júní 1st, 2022Engar athugasemdir

Hvað er markmið meðferðarinnar?

Markmið peel meðferða er að:

Hvernig fer meðferðin fram?

Hér er á ferðinni útvortis meðferð með kremi, hlaupi eða húðlegi (lotion) sem inniheldur sýru sem losar upp efsta lag húðþekjunnar (epidermis). Val á gerð og styrk sýranna er mjög einstaklingsbundið og fer eftir ýmsum þáttum, ekki síst feitleika húðarinnar.

Meðferðin getur farið fram heima (heimapeel). Ef heimapeel nægir ekki til að losa upp efsta lag húðarinnar er sterk sýra sem notast eingöngu af læknum borin á húðina í stutta stund á læknastofu. Slíkt peel er sársaukalaust og er það yfirleitt endurtekið vikulega í nokkur skipti með heimapeeli þar til viðunandi árangri er náð. Mjög vægur roði getur komið fram við meðferðina en hann varir stutt og er auðvelt að farða yfir hann. Eftir meðferðina er haldið áfram með heimapeel.

Hvers er að vænta?

Við meðferðina er efsta lagi húðþekjunnar eytt en það er jafnframt grófasta lag húðþekjunnar. Við það verða kirtilop í opinni andlitshúð ekki eins áberandi.

Fílapenslar eru stíflaðir fitukirtlar og þegar efsta grófa lagi húðþekjunnar nýtur ekki lengur við gengur kirtlunum vel að losa sig við fituna í fílapenslunum út á yfirborðið. Við það hverfa fílapenslarnir og kirtlanir verða aftur að eðlilegum fitukirtlum.

Hvenær koma áhrifin fram og hve lengi vara þau?

Áhrifin koma smám saman fram. Þau eru meiri nái húðin að flagna. Ef vel tekst að halda niðri grófasta lagi húðþekjunnar með heimapeeli næst langvarandi ástand. Stundum þarf að bæta við sterkari peelum á læknastofu eftir þörfum til að ná góðum viðvarandi árangri.

Hvað er „Tvöfalt peel“?

Náist ekki nægjanlega góð tök með peeli er húðslípun (Sjá greinina Húðslípun (microdermabrasion) stundum bætt við. Tvöfalt peel er það þegar báðum þessum aðferðum er beitt samtímis (sjá greinina Tvöfalt peel (double peel)).

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

    * þýðir að þú þarft að fylla út