Skip to main content
Snertiofnæmi

Benzocaine

Eftir maí 30, 2012Engar athugasemdir

Benzocaine er útvortis deyfilyf sem notað er í vörur t.d. gegn:

  • gyllinæðum
  • munnholsvandamálum
  • hósta
  • fótavandamálum
  • bruna
  • í sár

Stundum verður ofnæmið til vegna sneringar frá einstaklingi til annars einstaklings sem hefur ofnæmi fyrir því. Þetta deyfilyf afgreiðist án lyfseðis á Íslandi.

Stundum valda lyf í sama lyfjaflokki og benzocaine krossofnæmi (cross reactivity) en þá verður ofnæmissvörun sé komið í snertingu við þau. Stundum er slíkum deyfilyfjum sprautað í líkamann.

Súlfalyf og hárlitunarefnið 4-phenylenediamine geta valdið krossofnæmi hafi maður ofnæmi fyrir benzocaine. Krossofnæmi er einnig þekkt milli benzocaines og PABA (para-aminobenzoic acid) sólarvarnar í sólarvarnarkremum.

Þær starfsstéttir sem eru í aukinni áhættu að fá ofnæmi fyrir benzocaine eru þær sem koma helst í sneringu við ofnæmisvakann eins og t.d. hjúkrunarfræðingar, tannlæknar, lyfjafræðingar, læknar og röntgentæknar.

Varast ber vörur sem innihalda:

  • benzocaine
  • 4-aminobenzoic acid ethyl ester
  • aethoform
  • Americaine
  • anesthane
  • anesthesin
  • anesthone
  • ethyl 4-aminobenzoate
  • ethyl aminobenzoate
  • orthesin
  • p-aminobenzoic acid ethyl ester
  • parathesin

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

    * þýðir að þú þarft að fylla út